banner

HM 2012

Frá vinstri Magnús Kr. landsliðsþjálfari og Kristín, Aðalheiður Rósa og Svana Katla.

Heimsmeistaramótið í karate fer fram 21. – 25. nóvember í París Frakklandi. Ísland sendir 3 landsliðsmenn til keppni í kata. Keppendurnar eru þær Aðalheiður Rósa Harðardóttir, Kristín Magnúsdóttir og Svana Katla Þorsteinsdóttir sem urðu Norðurlandameistarar í hópkata í apríl síðastliðinn þegar Norðurlandameistaramótið fór fram í Svíðþjóð. Þess má einnig geta að þær stöllur eru einnig Íslandsmeistarar í hópkata. Þær munu keppa í hópkata og fer undankeppnin fram fimmtudaginn 22.nóvember, en daginn áður mun Íslandsmeistarinn, Aðalheiður Rósa Harðardóttir, keppa í einstaklingskata þar sem hver þjóð má einungis senda inn 1 keppanda. Úrslit í öllum flokkum fara svo fram 24.-25.nóvember. Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland sendir inn keppendur í liðakeppni á Heimsmeistaramóti. Með í för er einnig landsliðsþjálfarinn í kata, Magnús Kr. Eyjólfsson.

 

Post Tagged with ,

About Reinhard Reinhardsson