Dómaranámskeiði í kumite
Karatesambandið stendur fyrir dómaranámskeiði í kumite föstudaginn 25. október næstkomandi kl. 19:00, í Smáranum, Breiðablik. Helgi Jóhannesson, EKF Referee, sér um námskeiðið. Námskeiðið verður í formi fyrirlesturs þar sem farið verður yfir keppnisreglur WKF kumitehlutann, en fyrirlesturinn tekur um 2 klst. Í framhaldi af honum verður haldið skriflegt próf fyrir þá sem það kjósa en verklegur hluti dómaraprófsins fer þá fram sunnudaginn 27. októbber á meðan ÍM unglinga í kumite stendur yfir. Ekki er nauðsynlegt að fara í skriflegt próf þó svo að fólk mæti á fyrirlesturinn, en hægt er að nálgast reglurnar og prófspurningarnar á íslensku og ensku hér.
Skráningarform námskeiðsins má finna hér.