Sindri hefur lokið keppni á 2. degi á HM
Á 2.degi heimsmeistaramóts unglinga í karate, sem fram fer í Guadalajara Spáni, keppti Sindri Pétursson í kumite -68kg Junior. Sindri mætti T.Neve frá Danmörku í fyrstu umferð og tók forystuna strax í upphafi með góðu höggi, lengi var staðan 1-0 fyrir Sindra en Neve náði að skora 2 stig í seinni hluta bardagans og endaði með sigurinn þegar bardaganum lauk. Daninn vann næstu viðureign á eftir en beið svo lægri hlut, þar með var ljóst að Sindri átti ekki möguleika á uppreisnarviðureign. Þar með hafa íslensku keppendurnir lokið keppni á heimsmeistaramótinu. Þess má geta að þetta er fyrsta sinn sem Sindri keppir á heimsmeistaramóti.