banner

Smáþjóðamót í karate

Laugardaginn 20.september næstkomandi fer fram fyrsta Smáþjóðamótið í karate, þátttökuþjóðir eru þær þjóðir sem keppa venjulega á Smáþjóðaleikunum sem haldnir eru annað hvert ár.  Smáþjóðamótið fer fram í Luxembourg og munu 7 þjóðir taka þátt í þessu fyrsta móti með um 240 keppendur, það eru Andorra, Kýpur, Ísland, Luxembourg, Malta, Monakó og San Marínó.  Keppt verður bæði í kata og kumite, í flokkum unglinga og fullorðinna.  Ísland sendir 8 keppendur til leiks, bæði í kata og kumite auk þjálfara, dómara og fararstjóra.  Smáþjóðamótið í karate er svipað að styrkleika og Norðurlandamót, svo búast má við ágætis árangri hjá okkar keppendum enda hefur Ísland unnið til fjölda verðlauna á Norðurlandamótum síðustu ár.
Landslið Íslands skipa
Bogi Benediktsson, Þórshamri
Edda Kristín Óttarsdóttir, Fylki
Elías Snorrason, KFR
Jóhannes Gauti Óttarsson, Fylki
Katrín Ingunn Björnsdóttir, Fylki
Laufey Lind Sigþórsdóttir, Breiðablik
Svana Katla Þorsteinsdóttir, Breiðablik
Telma Rut Frímannsdóttir, Afturelding
Auk þeirra fara landsliðsþjálfararnir Magnús Eyjólfsson og Gunnlaugur Sigurðsson, Sigþór Samúelsson sem fararstjóri og dómararnir Helgi Jóhannesson, Pétur Freyr Ragnarsson og Reinharð Reinharðsson.
Á meðfylgjandi mynd má sjá keppendur ásamt landsliðsþjálfurum, frá vinstri Magnús, Laufey Lind, Katrín Ingunn, Edda Kristín, Jóhannes Gauti, Svana Katla, Elías, Telma Rut, Bogi og Gunnlaugur.
 KAI_Smathodamot_2014

About Helgi Jóhannesson