banner

Okkar fólk hefur lokið keppni á HM

Í dag, miðvikudaginn 5.nóvember, fór fram fyrsti dagur undanrása á Heimsmeistaramótinu í karate sem haldið er í Bremen, Þýskalandi.  Íslensku keppendurnir kepptu allir í dag, Elías Snorrason og Kristín Magnúsdóttir byrjuði í kata en bæði töpuðu þau fyrir sínum andstæðingum í fyrstu umferð, Elías mætti T. Uchiage frá Kanada en Kristín mætti S. Livitsanou frá Grikklandi. Þar sem andstæðingar þeirra duttu út í næstu umferð var keppni okkar fólks lokið. Jóhannes Gauti Óttarsson mætti I. Cvetkovski frá Makedóníu í fyrstu umferð í kumite karla -75kg, Jóhannes tapaði fyrir honum 3-0, þar sem Cvetkovski tapaði í næstu umferð var Jóhannes dottinn úr leik.  Telma Rut Frímannsdóttir mætti norsku stúlkunni Gitte Brunstad í fyrstu umferð í kumite kvenna -68kg. Gitte vann Telmu 3-0 sem og næstu 5 andstæðinga sína í dag og mun því keppa í úrslitum um Heimsmeistaratitilinn næsta laugardag. Telma var því komin í uppreisn um réttinn til að keppa um 3ja sæti, Telma mætti L.Veithova frá Tékklandi í fyrstu umferð uppreisnar en beið þar lægri hlut eftir harða baráttu 0-2, Veithova tapaði svo í næstu umferð og keppir því ekki um 3ja sætið. Telma Rut endaði í 11-12.sæti í sínum flokki.

Á meðfylgjandi mynd má sjá keppendur og þjálfara. Frá vinstri Gunnlaugur, Jóhannes Gauti, Kristín, Elías og Magnús. Á myndina vantar Telmu Rut.

KAI_HM_2014_keppendur

 

About Helgi Jóhannesson