banner

Jóhannes Gauti hefur lokið keppni á EM U21

KAI_EM2015_Johannes_Gauti

 

Á síðasta degi Evrópumeistaramóts unglinga og U21 í karate, sem fer fram í Zürick Sviss, keppti Jóhannes Gauti Óttarsson í kumite U21 karla -75kg.  Jóhannes Gauti mætti A. Isakau frá Hvítarússland í 1 umferð en beið lægri hlut, Isakau datt svo út í 8manna úrslitum og því var keppni lokið hjá Jóhannesi Gauti.  Jóhannes Gauti endaði því í 9-16.sæti í sínum flokki.

 

Þar með hafa allir sex íslensku keppendurnir lokið keppni á þessu Evrópumeistaramóti unglinga og U21. Ekki er hægt annað en að vera ánægð með árangur okkar fólks þar á mótinu en hæst ber þó árangur Boga á föstudaginn þegar hann endaði í 7-8.sæti í sínum flokki.

 

Árangur okkar fólks;
Bogi Benediktsson, 7-8.sæti í kata junior karla
Svana Katla Þorsteinsdóttir, 9-16.sæti í kata kvenna U21
Ólafur Engilbert Árnason, 9-16.sæti í kumite karla junior -68kg
Jóhannes Gauti Óttarsson, 9-16.sæti í kumite karla U21 -75kg
Edda Kristín Óttarsdóttir, 17-32.sæti í kumite kvenna junior -53kg
Katrín Ingunn Björnsdóttir, 17-32.sæti í kumite kvenna junior -59kg
Hér má svo sjá alla keppendur okkar á mótinu.

KAI_EM2015_Katrin_Ingunn KAI_EM2015_Johannes_Gauti KAI_EM2015_Edda_Kristin KAI_EM2015_Bogi KAI_Olafur_Engilbert_Arnason KAI_Svana_Katla_Thorsteinsdottir

About Helgi Jóhannesson