Þrír keppendur á opna hollenska
Karatesamband Íslands sendir þrjá keppendur á opna Hollenska meistaramótið sem er hluti af heimsbikarmótaröð Alþjóðakaratesambandsins. Mótið fer fram 14-15.febrúar í Almere Hollandi. Á mótið eru skráðir yfir 600 keppendur frá 51 landi, en heimsbikarmótin eru 8 talsins þetta árið og gefa öll stig inn á heimslistann í karate í hverjum flokki. Þeir þrír keppendur sem fara frá Íslandi eru Elías Guðni Guðnason, Kristín Magnúsdóttir og Telma Rut Frímannsdóttir. Heimsbikarmótið í Hollandi er hluti af undirbúningur landsliðsfólksins undir Norðurlandameistaramótið sem fer fram hér á Íslandi 11.apríl næstkomandi.
Keppendur og keppnisflokkar;
Elías Guðni Guðnason, kumite karla -75kg, 66 keppendur frá 31 landi.
Kristín Magnúsdóttir sem keppir í kata kvenna, 56 keppendur frá 25 löndum.
Telma Rut Frímannsdóttir, kumite kvenna -68kg, 31 keppandi frá 21 landi.
Með þeim í för er Gunnlaugur Sigurðsson, landsliðsþjálfari í kumite.
Á meðfylgjandi mynd má sjá hópinn, frá vinstri Gunnlaugur, Kristín, Elías og Telma.