banner

Íslandsmeistaramót unglinga og barna í kata

Karatesamband_Islands_logo_webÞá er komið að stóru mótunum okkar, Íslandsmeistaramót unglinga og barna í kata næstkomandi laugardag 21.febrúar í Smáranum, Kópavogi, í umsjón karatedeildar Breiðabliks.

Við viljum vekjum athygli á því að ekki verður beðið eftir neinum þegar flokkar hefjast.  Öll félög fá til sín dagskrá mótsins og skiptingu á flokkum milli valla.

Íslandsmeistaramót unglinga mun hefjast stundvíslega kl.09:00, mæting fyrir alla er kl.08:30, keppt verður á 3 völlum á unglingamótinu. Úrslit eru áætluð kl.12:25 og mótslok kl.14:00

Íslandsmeistaramót barna hefst stundvíslega kl.14:00, mæting fyrir alla er kl.13:30. Keppt verður á 4 völlum á barnamótinu. Úrslit eru áætluð kl.17:00 og mótslok kl.18:00.

About Helgi Jóhannesson