Íslandsmeistaramót í kata fullorðinna
Íslandsmeistaramót fullorðinna í kata fer fram laugardaginn 7.mars næstkomandi í íþróttahúsi Hagaskóla. Mótið hefst kl.10 og eru úrslit áætluð um kl.12:45, sjá nánar hér að neðan. Fín þátttaka er á mótinu og koma þátttakendur frá 6 félögum. Ljóst er að nýr Íslandsmeistari í kata karla verður krýndur, þar sem meistarinn frá því í fyrra mætir ekki til leiks sem og nýr meistari í hópkata karla þar sem lið Breiðabliks sem unnið hefur síðustu 4 ár mætir ekki til leiks. Íslandsmeistarar í kata kvenna og hópkata kvenna munu mæta til að verja sína titla. Ljóst er að hörkukeppni er framundan þar sem allt landsliðsfólkið í kata er skráð til keppni sem og fyrrum Íslandsmeistarar í kata kvenna og kata karla.
Dagskrá:
10:00 Kata karlar
Kata konur
12:00 Hópkata karlar
Hópkata konur
12:45 ÚRSLIT
Kata karlar
Kata konur
13:00 Verðlauna afhending
13:15 Mótsslit