5 landsliðsmenn á heimsbikarmótið í Þýskalandi
Á morgun föstudag halda 5 landsliðsmenn í karate af stað til þátttöku á Heimsbikarmóti í karate, K1, sem haldið er í Coburg Þýskalandi, 26-27.september. Landsliðsfólkið er Bogi Benediktsson, Ólafur Engilbert Árnason, Kristín Magnúsdóttir, Svana Katla Þorsteinsdóttir og Telma Rut Frímannsdóttir. Mótið stendur yfir laugardag og sunnudag, en allt okkar fólk keppir á laugardeginum. Bogi keppir í kata karla, Svana og Kristín í kata kvenna, Ólafur í kumite -75kg og að lokum Telma og Kristín í kumite -68kg flokki. Með þeim í för er landsliðsþjálfarinn Gunnlaugur Sigurðursson.
Á meðfylgjandi mynd má sjá hópinn sem fer til Þýskalands.