Svana Katla og Ólafur Karatefólk ársins 2015
Stjórn Karatesambands Íslands hefur útnefnt eftirfarandi karatekonu og karatemann ársins 2015.
Svana Katla Þorsteinsdóttir, Karatedeild Breiðabliks
Svana Katla er ein fremsta karatekona landsins, eins og sést á árangri hennar á árinu, tvöfaldur Íslandsmeistari og Bikarmeistari á sama árinu. Svana Katla hefur verið fastur meðlimur landsliðs Íslands í kata undanfarin ár og tekið þátt í fjölda móta erlendis. Hún er farin að vera virkur keppandi á alþjóðlegum mótum, keppir ýmist í U21árs flokki eða fullorðinsflokki og hefur unnið til verðlauna á Norðurlandameistaramóti frá 2011, m.a. Norðurlandameistaratitil í hópkata 2012.
Svana Katla er núna í 54.sæti á heimslista Alþjóða Karatesambandsins (WKF) í kata kvenna U21, af 245 skráðum keppendum.
Helstu afrek Svönu Kötlu á árinu 2015 voru;
- Íslandsmeistari í kata kvenna
- Íslandsmeistari í hópkata kvenna
- Bikarmeistari kvenna 2015
- Brons í hópkata á Norðurlandameistaramóti
- 9-16.sæti í kata kvenna á Evrópumeistaramóti U21
- Brons í kata kvenna, á Reykjavik International Games (RIG)
- Brons á Swedish open í kata kvenna.
- Þátttakandi á Heimsbikarmóti fullorðinna í kata kvenn
Svana Katla er því verðugur fulltrúi karateíþróttarinnar.
Ólafur Engilbert Árnason, Karatedeild Fylkis
Ólafur Engilbert er vaxandi karatemaður sem er að stíga sín fyrstu skref í fullorðinsflokkum. Hann varð tvöfaldur Íslandsmeistari í kumite og vann m.a. opna flokkinn á sínu fyrsta ári sem hann hefur aldur til að keppa í honum. Ólafur er margfaldur Íslandsmeistari unglinga og hefur unnið sína flokka frá árinu 2010 ásamt því að vera bikarmeistari unglinga óslitið frá 2010. Ólafur hefur verið fastamaður í landsliðinu í karate síðustu ár, þrátt fyrir ungan aldur.
Ólafur er í 99.sæti á heimslista Alþjóða Karatesambandsins (WKF) í kumite Junior -68kg, af 278 skráðum keppendum.
Helstu afrek Ólafs Engilberts á árinu 2015 voru;
- Íslandsmeistari í kumite karla -75kg
- Íslandsmeistari í kumite karla, opinn flokkur
- RIG, 17.jan 3.sæti kumite junior karla -76kg
- 9-16.sæti í kumite karla junior -68kg á Evrópumeistaramót Junior/U21
- Bikarmeistaramót, 2.sæti í karlaflokki
- Bikarmeistari í kumite 16-17ára pilta
- Brons á Swedish open í kumite Junior -68kg
Ólafur Engilbert er því verðugur fulltrúi karateíþróttarinnar.