banner

Ellefu ný dómararéttindi í kata

KAI_feb2016_domaranamskeid_kataKaratesambandið stóð fyrir dómaranámskeiði í kata 19.febrúar og sá Helgi Jóhannesson, EKF Referee, um námskeiðið, sem haldið var í húsnæði Breiðabliks, Smáranum, Kópavogi. Góð þátttaka var á námskeiðið þar sem farið var yfir WKF keppnisreglur í kata, útgáfu 9.0, ásamt því að skriflegt og verklegt próf var haldið. Af þeim sem sóttu námskeiðið, fóru 11 í skriflegt og verklegt próf, og hefur aldrei áður eins mikill fjöldi farið í próf hjá Karatesambandinu á einum tíma.

Nýir dómara, Kata B-dómari eru;
Arna Katrín Kristinsdóttir, Breiðablik
Arnar Freyr Nikulásson, Breiðablik
Aron Breki Heiðarsson, Breiðablik
Kári Steinn Benediktsson, Þórshamar
Kristín Magnúsdóttir, Breiðablik
Ólöf Soffía Eðvarsdóttir, Þórshamar
Óttar Snær Yngvason, Þórshamar
Sæmundur Ragnarsson, Þórshamar
Ögmundur Albertsson, Breiðablik

Þeir sem fengu uppfærð réttindi, Kata A-dómari;
Bogi Benediktsson, Þórshamar
Elías Snorrason, KFR

Karatesambandið óskar öllum þeim sem fengu ný/uppfærð réttindi innilega til hamingju auk þess sem sambandið lýsir ánægju sinni með að fjöldinn af keppendum skulu koma á námskeið og öðlast dómararéttindi.

About Helgi Jóhannesson