banner

Landslið Íslands á NM

KAI_2016_Keppendur_NMLaugardaginn 9. apríl næstkomandi fer fram Norðurlandameistaramótið í karate sem haldið er í Ålaborg, Danmörku. Ísland sendir sterkt lið til keppni og eru 21 keppandi með í för auk þess sem Ísland sendir lið í kvennaflokki í kumite og hópkatalið kvenna.  Norðurlandameistaramótið er mjög sterkt í ár, um 230 keppendur skráðir frá öllum norðurlöndunum auk Eistlands, Lettlands og Litháen, sem er boðið að taka þátt í mótinu.  Keppt er í 3 aldursflokkum, cadet (14-15ára), junior (16-17ára) og senior (18ára og eldri), bæði í kata og kumite.

Í gegnum tíðina hefur Ísland verið að ná ágætis árangri og í fyrra vann landsliðið 1 silfurverðlaun og 8 bronsverðlaun, bæði í einstaklingsflokkum og í liðakeppni. Landsliðið hefur verið í stífum æfingarbúðum að undanförnu undir leiðsögn landsliðsþjálfarana þeirra Ingólfs Snorrasonar og Magnúsar Kr. Eyjólfssonar. Auk þeirra fara með hópnum formaður Karatesambandsins, 3 dómarar og 2 liðsstjórar.

Á meðal keppenda eru margir mjög sterkir einstaklingar sem hafa unnið til verðlauna á Heims- og/eða Evrópumeistaramótum, þar á meðal núverandi Heimsmeistari og Evrópumeistari.

Li Lirisman, Eistland, Heimsmeistari í kumite junior female -53kg
Anna Sokk, Eistland, Evrópumeistari í kumite junior female -48kg
Sofie Abild, Danmörk, brons á EM U21 kumite female +68kg
Helena Kuusisto, Finnland,  brons á EM 2015, kumite +68kg
Gitte Brunstad, Noregur, silfur á HM 2014 í kumite -68kg
Frederikke Olesen, Danmörk, silfur á EM Cadet kumite +54kg
Lisa Rasmusson, Svíþjóð, brons á EM U21 kumite female -68kg
Ludvik Abild, Danmörk, silfur á EM U21 kumite male -75kg
Kevin Korte, Danmörk, silfur á EM U21 kumite male -84kg

Landslið Íslands í karate er;
Arna Katrín Kristinsdóttir, Breiðablik
Aron Anh Ky Huynh, ÍR
Aron Bjarkason, Þórshamar
Ágúst Heiðar Sveinbjörnsson, Fylkir
Bogi Benediktsson, Þórshamar
Edda Kristín Óttarsdóttir, Fylkir
Elías Snorrason, KFR
Embla Kjartansdóttir, Fylkir
Hekla Halldórsdóttir, Fylkir
Hrannar Ingi Arnarsson, Fylkir
Iveta Ivanova, Fylkir
Katrín Ingunn Björnsdóttir, Fylkir
Kristín Magnúsdóttir, Breiðablik
Laufey Lind Sigþórsdóttir, Breiðablik
María Helga Guðmundsdóttir, Þórshamar
Máni Karl Guðmundsson, Fylkir
Ólafur Engilbert Árnason, Fylkir
Sigríður Hagalín Pétursdóttir, KFR
Svana Katla Þorsteinsdóttir, Breiðablik
Telma Rut Frímannsdóttir, Afturelding
Viktor Steinn Sighvatsson, Fjölnir

Á meðfylgjandi mynd má sjá landsliðshópinn með þjálfurum. Á myndinni eru, aftari röð frá vinstri; Ingólfur Snorrason landsliðsþjálfari, Elías Snorrason, Ólafur Engilbert Árnason, Katrín Ingunn Björnsdóttir, Kristín Magnúsdóttir, Telma Rut Frímannsdóttir, Arna Katrín Kristinsdóttir, Hekla Halldórsdóttir, Bogi Benediktsson, Máni Karl Guðmundsson, Ágúst Heiðar Sveinbjörnsson, Viktor Steinn Sighvatsson og Magnús Kr. Eyjólfsson landsliðsþjálfari. Fremri röð frá vinstri; Edda Kristín Óttarsdóttir, María Helga Guðmundsdóttir, Iveta Ivanova, Embla Kjartansdóttir, Hrannar Ingi Arnarsson, Sigríður Hagalín Pétursdóttir, Laufey Lind Sigþórsdóttir, Aron Bjarkason og Aron Anh Ky Huynh.

About Helgi Jóhannesson