banner

Sex keppendur á HM

kai_2016_hm_keppendurHeimsmeistaramót í karate fer fram dagana 26-30.október í Linz, Austurríki.  Ísland verður með sex keppendur á mótinu bæði í einstaklingsflokki og í liðakeppni. Á heimsmeistaramótinu er keppt í 16 mismunandi flokkum í kata og kumite, auk þess sem keppni í kumite er skipt upp í þyngdarflokka. Mjög góð þátttaka er á mótinu, um 118 lönd senda keppendur og eru þeir um 1150 talsins, bæði í einstaklingsflokkum og liðakeppni.  Hver þjóð getur einungis sent 1 keppanda í hvern flokk og eru því allt sterkasta karatefólk heimsins að taka þátt í mótinu.

Á miðvikudaginn fer fram keppni í einstaklingsflokkum, þar sem Elías, Ólafur, Svana og Telma keppa.  Hópkatalið okkar mun svo keppa á fimmtudaginn.  Öll úrslit fara svo fram á laugardag og sunnudag.

Keppendur Íslands eru;
Arna Katrín Kristinsdóttir, hópkata kvenna (28 lið)
Elías Snorrason, kata karla (74 keppendur)
Kristín Magnúsdóttir, hópkata kvenna (28 lið)
Ólafur Engilbert Árnason, kumite karla -75kg (83 keppendur)
Svana Katla Þorsteinsdóttir, kata kvenna (65 keppendur), hópkata kvenna (28 lið)
Telma Rut Frímannsdóttir, kumite kvenna -61kg (64 keppendur)

Með keppendum í för er Ingólfur Snorrason landsliðsþjálfari í kumite og Reinharð Reinharðsson formaður Karatesambands Íslands.

Á meðfylgjandi mynd má sjá hópinn, frá vinstri Ingólfur, Elías, Kristín, Svana, Arna, Telma, Ólafur og Reinharð.

Á meðfylgjandi youtube myndböndum má sjá spjall við keppendur.

About Helgi Jóhannesson