banner

Breiðablik Íslandsmeistarar unglinga í kata níunda árið í röð

Íslandsmeistaramót unglinga í kata fór fram sunnudaginn 7. maí í Íþróttahúsinu Vesturgötu, í umsjón Karatefélags Akraness. Góð þátttaka var á mótinu, yfir 80 einstaklingar og 14 lið mættu frá 10 félögum. Keppt var í 10 einstaklingsflokkum stráka og stelpna ásamt 2 flokkum í sveitakeppni.

Þegar heildarstigin höfðu verið talin þá stóð Breiðablik uppi sem sigurvegari með 21 stig og er því Íslandsmeistari unglinga 9. árið í röð. Mótsstjóri var María Jenssen og yfirdómari var Kristján Ó. Davíðsson.

Íslandsmeistarar í einstökum flokkum eru;
Kata piltar 12 ára, Hugi Halldórsson, KFR
Kata stúlkur 12 ára, Magnea Björt Jóhannesdóttir, KFA
Kata piltar 13 ára, Tómas Pálmar Tómasson, Breiðablik
Kata stúlkur 13 ára, Ísabella Rut C. Davíðsdóttir, KFR
Kata piltar 14 ára, Daníel Dagur Bogason, Breiðablik
Kata stúlkur 14 ára, Kristrún Bára Guðjónsdóttir, KAK
Kata piltar 15 ára, Michael Chakri Már Davíðsson, KFR
Kata stúlkur 15 ára, Kamilla Buraczewska, ÍR
Kata piltar 16-17 ára, Aron Bjarkason, Þórshamar
Kata stúlkur 16-17 ára, Sigríður Hagalín Pétursdóttir, KFR
Hópkata táninga 12-13 ára, Arnór Már Atlason, Gústaf Karel Karlsson, Hákon Bjarnason, Fjölnir
Hópkata táninga 14-15 ára, Daníel Dagur Bogason, Tómas Aron Gíslason, Tómas Pálmar Tómasson, Breiðablik

Heildarúrslit.


Íslandsmeistarar Unglinga.

About Reinhard Reinhardsson