banner

Frábær árangur á 4. Smáþjóðamótinu í karate

4. Smáþjóðamótið í karate fór fram dagana 29. september til 1. október í Andorra.

12 keppendur frá Íslandi tóku þátt og náðu frábærum árangri á mótinu. Um 400 keppendur tóku þátt frá átta af níu þjóðum í samtökum smáþjóða Evrópu.

Ísland eignaðist sína fyrstu tvo Smáþjóðameistara nú um helgina, þau Aron Ahn Huynh í kata og Ivetu Ivanovu í kumite.

Verðlaun Íslendinga:

Aron Ahn Huynh, gull í kata male junior
Ivetu Ivanovu, gull í kumite female junior -53kg
Ólafur Engilbert Árnason, silfur í male senior kumite -75kg
Svana Katla Þorsteinsdóttir, brons í female senior kata
María Helga Guðmundsdóttir, brons í female senior kumite – 55kg
Arna Katrín Kristinsdóttir, brons í female senior kumite – 61kg
Máni Karl Guðmundsson, brons í male senior kumite -67kg

Brons í liðakeppni kvenna í kata: Arna, Laufey og Svana.
Brons í liðakeppni karla í kumite: Ólafur og Máni.


Hópurinn með verðlaunin að móti loknu.

Hér má lesa heildarúrslit úr mótinu: OFFICIALS RESULTS – ANDORRA 2017

About Reinhard Reinhardsson