banner

Æfingabúðir í kata með Karin Hägglund

Karatesambandið stóð fyrir æfingabúðum með Karin Hägglund, landsliðsþjálfara Svía í kata, dagana 3.-5. nóvember.

Ein æfingar var fyrir 11-15 ára keppendur sem eru að stíga sín fyrstu skref í keppni.
Önnur æfinga var opin fyrir all sem vildu kynna sér keppni í kata og komu um 35 iðkendur á hana.

Karin var síðan með tvær lokaðar æfingar fyrir landsliðshópinn í kata með landsliðsþjálfaranum, Vilhjálmi Svan Vilhjálmssyni.

Vel var látið að æfingunum hjá henni og eigum við von á henni aftur til landsins eftir áramótin.

Karin með 11-15 ára hópnum

Karin með 11-15 ára hópnum

Landsliðshópurinn

Í lok landsliðsæfingar

Við upphaf opnu æfingarinnar

Í lok opnu æfingarinnar

About Reinhard Reinhardsson