Karatekona og karatemaður ársins 2017
Stjórn Karatesambands Íslands hefur útnefnt eftirfarandi karatekonu og karatemann ársins 2017.
Karatekona ársins 2017.
Iveta C. Ivanova, Karatedeild Fylkis.
Iveta hefur verið sigursæl karatekona síðustu ár í sínum aldursflokki. Hún keppir í kumite og hefur náð frábærum árangri á árinu. Hún varð Smáþjóðameistari í sínum flokki, fyrst íslenskra kvenna, auk þess að vera Íslandsmeistari í -61kg flokki kvenna. Hún hefur verið í verðlaunasætum erlendis sem og innanlands síðstu ár.
Iveta er núna í 52.sæti á heimslista Alþjóða Karatesambandsins (WKF) í -51 kg kumite junior kvenna af 116 skráðum keppendum.
Helstu afrek Ivetu á árinu 2017 voru;
RIG 2017 Kumite cadet kvenna 1. sæti
Amsterdam Open Cup -53 kg. junior 2. sæti
SSEKF Andorra kumite female junior -53kg 1. sæti
UM kumite 2017 Kumite stúlkna 16-17 ára 1. Sæti
Haustmót KAÍ , Kumite kvenna 1. sæti
ÍM kumite -61 kg flokki kvenna 1. Sæti
Hún er því verðugur fulltrúi karateíþróttarinnar
Karatemaður ársins 2017.
Aron Anh Ky Huynh, Karatedeild ÍR
Aron Anh er efnilegur karatemaður sem hefur verið vaxandi í keppni í ár og hefur einbeitt sér að keppni í kata á þessu ári. Aron Anh er fyrsti Smáþjóðameistainn fyrir Íslands hönd og er núverandi Bikarmeistari á sínu öðru keppnisári í fullorðinsflokki auk þess að vera Íslandsmeistari fullorðinna í kata. Aron Anh er einnig bikarmeistari unglinga í kata ásamt því að vera í verðlaunasætum bæði á unglinga og fullorðinsmótum í kata innanlands sem utan.
Aron Anh er núna í 54.sæti á heimslista Alþjóða Karatesambandsins (WKF) í kata junior karla af 117 skráðum keppendum.
Helstu afrek Aron Anh á árinu 2017 voru;
RIG 2017 – Kata Junior karla 1. Sæti
RIG 2017 – kata senior karla 2. Sæti
RIG 2017 – kumite male junior -68kg 2. Sæti
Swedish Kata Trophy, – kata junior male 2. Sæti
ÍM kata senior male 1. sæti
Bikarmótaröð í karate 2017 1. sæti
Grand Prix mótaröð 2017 Kata 16-17 ára drengir 1. sæti
NM 2017 kata junior 3. Sæti
SSEKF Andorra kata male junior 1. sæti
Haustmót KAÍ Kata karla 1. Sæti
Hann er því verðugur fulltrúi karateíþróttarinnar.