banner

Breytingar á mótahaldi 2018

Í framhaldi af samþykktum sem gerðar voru á síðast karateþingi í febrúar 2017 voru gerðar breytingar á mótahaldi innanlands.

Stjórn KAÍ hefur breyta reglugerðum til samræmis við samþykktirnar sem gerðar voru á karateþingi.

1.) Keppnistímabilið mun miða við almanaksárið, Bikar og GrandPrix mótaraðirnar verða 2 mót að vori og tvö mót að hausti.
Nýir meistara verða krýndir í lok ársins. Stefnum á uppskeruhátíð KAÍ í nóvember 2018

2.) Samþykkt var að greiða réttindadómurum fyrir dómgæslu á hveju móti. Stjórnin ákvað að greiða 5.000 kr fyrir mót sem taka innan við 4 klst og 10.000 kr fyrir mót sem fara yfir 4. klst.

Til að fjármagna greiðslurnar til dómara hafa mótagjöldin verið hækkuð um 1.000 kr á hverja skráningu á öllum mótum.

3.) Til að koma til móts við karatefélögin utan höfuðborgarsvæðisins verða Bikar- og GrandPrixmótin höfð sama daginn.
Búið er að færa 1. BM- og 1. GP-mótið til sunnudagsins 25. febrúar. Karateþing verður haldið laugardaginn 24. febrúar og mótin síðan daginn eftir í Fylkisselinu, Norðlingaholti.

2. BM og 2. GP-mótið hefur einnig verið sameinuð á laugardaginn 17. mars í Varmá, Mosfellsbæ.

About Reinhard Reinhardsson