banner

Góður árangur á Berlin Open 2018

Landslið Íslands í karate tók þátt í sterku opnu móti í Berlín laugardaginn 17. febrúar.
9 keppendur tóku þátt frá Íslandi en yfir 1300 keppendur voru skráðir til leiks frá 29 löndum.

Keppt var á 10 völlum og hófst mótið kl. 9 um morguninn og stóð yfir til miðnættis.


4 íslendingar unnu til verðlauna á mótinu;

Iveta Ivanova, 1. sæti kumite female Junior -53 kg flokkur og 3. sæti U21 kumite female -55 kg flokkur.
Ágúst Heiðar Sveinbjörnsson, 2. sæti í U21 kumite male -75 kg flokkur.
Máni Karl Guðmundsson, 3. sæti U21 kumite male opinn flokkur.
Arna Katrín Kristinsdóttir, 3. sæti U21 kumite female -68 kg flokkur.

Þeir Aron Bjarkason og Aron Anh Ky Hyunh kepptu báðir í kata og töpuðu naumlega viðeignum um 3ja sæti í sínum flokkum.

Frábært mót og íslensku keppendurnir á einstaklega góðu róli.

Með í ferðinni voru Valgerður Helga Sigurðardóttir, farastjóri, Ingólfur Snorrason, landsliðsþjálfari í kumite og Reinharð Reinharðsson, formaður KAÍ, sem dæmdi á mótinu.

About Reinhard Reinhardsson