banner

Tveir keppendur á leið á Karate A í Salsburg

Tveir keppendur eru á leið á Karate A series í Salsburg, 3. og 4. mars.

Ólafur Engilbert Ólafsson í -75 kg flokki í kumite og Máni Karl Guðmundsson í -67 kg flokki í kumite.

Um og yfir 170 keppendur eru skráðir til leiks í hvorum flokki. Er því um risamót að ræða og þarf sigurveigarinn í hverjum flokki að keppa 7-8 sinnum til að komast í úrslit.

Með í ferðinni er landsliðsþjálfarinn í kumite, Ingólfur Snorrason.

Frá vinstri: Ingólfur, Ólafur og Máni.

Uppfært:

Ólafur mætti keppanda frá Ukraínu í fyrstu umferð og tapaði fyrir honum 0-7. Úkraínubúinn datt svo út í næstu umferð og þar með var útséð um að Ólafur fengi uppreisn. Um 170 keppendur voru í flokknum.

Máni Karl sat hjá í fyrstu umferð en mæti einnig keppanda frá Úkraínu í næstu umferð. Báðir náðu að skora stig en Úkraínumaðurinn var á undan til að skora. Máni Karl tapaði því viðureigninni og Úkraínumaðurinn tapaði síðan næsta bardaga og þar með var enginn möguleiki á uppreisn fyrir Mána karl. Um 180 keppendur voru í flokknum.

About Reinhard Reinhardsson