banner

Silfur og brons í Þýskalandi.

Það var hart barist er Iveta Ivanova, Máni Karl Guðmundsson og Samuel Ramos kepptu á stóru æfingamóti í Wald-Michelbach, Þýskalandi. Claus Bitsch, unglingalandsliðsþjálfari Þýskalands heldur árlegar æfingabúðir með móti í bænum og er helgin fullmönnuð þátttakendum hvert ár. Þetta skiptið var metfjöldi, nærri 700 þátttakendur frá Þýskalandi og víðsvegar frá Evrópu. Viðburðurinn er hluti af úrtöku fyrir þýska unglingalandsliðið og því til mikils að vinna.

Samuel Ramos keppti í -57 kg flokki cadet (14 til 15) ára, sigraði einn bardaga og tapaði tveimur og komst því ekki nærri verðlaunasæti.

Íslandsmeistarinn, Máni Karl Guðmundsson, átt mjög gott mót, keppti í erfiðum flokki í -67 kg, U-21, sigraði fjóra bardaga og tapaði tveimur. Árangurinn skilaði Mána þriðja sætinu.

Iveta Ivanova sannaði enn eina ferðina að hún er í toppformi en hún keppti til úrslita í Junior flokki, -53 kg, gegn Jil Auger, Þýskalandi, en sú þýska þykir ein fremsta von Þjóðverja í framtíðinni og báðar eru í baráttunni um sæti á Ólympíuleikum ungmenna sem haldnir verða í Argentínu í haust.

Iveta leiddi bardagann þar til lítið var eftir en þá seig sú þýska framúr og náði tæpum sigri, 4-3, eftir æsispennandi leik.

Bardagarnir á mótinu voru margir hverjir mjög líflegir og átti Iveta m.a. glæsileg tilþrif er sjást á meðfylgjandi stiklu. Einnig er úrslitabardagi Ivetu í heild sinni meðfylgjandi og á myndinni má sjá íslenska hópinn, ásamt Claus Bitsch, unglingalandsliðsþjálfara Þýskalands, en þess má geta að Ólafur Engilbert Árnason var einnig með í för vegna æfinganna.

About Reinhard Reinhardsson