banner

Iveta á úrtökumót fyrir Ólympíuleika ungmenna

Ísland á einn fulltrúa á úrtökumóti í karate fyrir Ólympíuleika ungmenna sem haldnir verða í Argentínu í haust. Junior flokkur er gjaldgengur inn á leikana(16 til 17 ára) og eru þrír þyngdarflokkar fyrir hvort kyn. Einungis 8 keppendur verða í hverjum flokki á leikunum og því er samkeppnin um sætin gríðarlega hörð.

Iveta Ivanova er í 53. sæti á heimslista í -53 kg flokki og hefur henni gengið mjög vel á árinu 2018; sigrað 17 bardaga og tapað 4, náð þremur gullverðlaunum, einum silfur og einum bronsverðlaunum.

Með Ivetu verður Ingólfur Snorrason, landsliðsþjálfari í kumite.

About Reinhard Reinhardsson