banner

Mótanefnd KAÍ 2018 – 2019

Á Karateþingi, 24. febrúar síðastliðinn, var samþykkt tillaga þess efnis að öll félög sem vildu taka þátt í mótastarfi KAÍ þyrftu að tilnefna nefndarmann í mótanefnd KAÍ fyrir mótastarfið veturinn 2018 – 2019.

Þau félög sem ekki tilnefna nefndarmann öðlast ekki keppnisrétt fyrir sína félagsmenn.

Mótanefndin mun skipta með sér verkum á fyrsta fundi, sem stjórn KAÍ mun boða til.

Helstu verkefni nefndarmanna eru að skipuleggja mótadaga, finna húsnæði, auglýsa mótin, draga í flokka fyrir mót, panta verðlaunapeninga og -bikara, undirbúningur og uppsetning á mótsstað, starfa á mótsstað, frágangur eftir mót á mótsstað.
Karatesambandið þarf á áhugasömu og duglegu fólki í mótanefndina að halda.
Foreldrar eru velkomnir. Ekki er skilyrði að hafa æft íþróttina en að þekkja til hennar er kostur!

Stjórn karatesambandsins fer þess á leit að þau félög sem ætla að taka þátt í mótum á vegum KAÍ tilnefni nefndarmann fyrir 30. september 2018. Nafn, félag, sími og netfang viðkomandi sendist á kai@kai.is.

About Reinhard Reinhardsson