banner

Frábær árangur á Ishöj karate Cup

Íslenskt landsliðsfólk í karate náði góðum árangri á sterku móti í Kaupmannahöfn um helgina. Ishöj Cup er vinsælt mót en þar keppa jafn­an marg­ir af þeim bestu í norður­hluta Evr­ópu.

Hin 18 ára Iveta Ivanova komst í úrslit í -55 kg flokki í bæði U-21 flokki og í fullorðinsflokki en í báðum úrslitum mætti hún Rebeccu Craig frá Skotlandi, en þær tvær voru í sérflokki í kvennaflokki á mótinu. Í U-21 hafði Iveta betur 5-4 og fékk því gull en hún þurfti að gera sér silfur að góðu í fullorðinsflokki þar sem hún tapaði 12-7 gegn hinni skosku.

Ágúst Heiðar Svein­björns­son komst einnig í úr­slit á mót­inu er hann vann undanriðil sinn í opn­um þyngd­ar­flokki í fullorðinsflokki. Í úr­slit­un­um keppti Ágúst við hinn sænska Jimmy Haag en þar hafði Svíinn betur 1-0. Ágúst er einnig nýorðinn 18 ára og því ný­kom­inn með ald­ur til þátt­töku í fullorðinsflokki.

Þá fór Ólafur Engilbert Árnason í úrslit í -75 kg flokki. Hann mætti þar Norðmanninum Christian Ole Hansen, en rétt eins og Ágúst tapaði hann 1-0 í úrslitum og hlaut silfur.

Máni Karl Guðmundsson fékk bronsverðlaun í -67 kg flokki U-21, og Samuel Josh Ramos fékk brons í -63 kg flokki og í opnum flokki Cadet. Þá kepptu þeir Máni, Ólafur og Ágúst í liðaflokki og lentu í 3. sæti.

Máni, Ólafur, Iveta, Samuel og Ágúst

About Reinhard Reinhardsson