banner

Aron með gull á Amsterdam Cup

Aron Bjarkason, Þórshamri, náði 1. sæti í U18 -61 kg flokki á Amsterdam Karate Cup, bikarmóti í kumite sem haldið var í þriðja sinn nú um helgina. Aron lagði þrjá andstæðinga, frá Englandi, Hollandi og Skotlandi, á leið sinni að gullinu.

Alls kepptu 17 Íslendingar á Amsterdam Cup, þar á meðal landsliðsfólk og keppendur úr Fylki, Haukum, ÍR, KFR, Þórshamri og Karatefélagi Akureyrar. Föstudag og laugardag foru æfingabúðir með heimsþekktum kumiteþjálfurum og mótið fór fram sunnudaginn 7. apríl.

476 keppendur frá 75 karateklúbbum í 14 löndum tóku þátt í mótinu.

Íslenski hópurinn eftir æfingu með heims- og Evrópumeistaranum Steven da Costa.

 

About Reinhard Reinhardsson