banner

Úrtakshópur fyrir Smáþjóðamót 2019

Tilkynning frá landsliðsnefnd og landsliðsþjálfurum

Þann 13.-15. september næstkomandi stendur KAÍ fyrir VI. Smáþjóðamótinu í karate í Laugardalshöllinni. Landsliðsþjálfarar hafa á liðnum vikum farið yfir keppnisþátttöku og árangur íslensks karatefólks í vetur og tilnefningar frá karatefélögum. Þeir boða nú eftirfarandi keppendur til þátttöku í undirbúningsferli.

Allir keppendur sem gefa kost á sér í verkefnið eru boðaðir á upplýsingafund í Fylkisselinu laugardaginn 1. júní 2019 kl. 15:00. Keppendur og forsjáraðilar fá þá afhent drög að æfingaáætlun fyrir sumarið og nánari upplýsingar um verkefnið. Þeir keppendur sem gefa kost á sér í verkefnið en komast ekki á fundinn eru beðnir að tilkynna það fyrir fundinn á landslidsnefnd@kai.is.

Á sama tíma verður tekin andlitsmynd af öllum keppendum og þau sem hyggja á þátttöku í kumite verða vigtuð.

Athugið að allir flokkar í einstaklingskata eru fullskipaðir, en fjöldinn takmarkast við 4 af hvoru kyni per aldursflokk. Enn er eitthvert svigrúm til að bæta við hópkataliðum og verður það skoðað í kjölfar undirbúningsfundar.

Einhver sæti eru enn laus í kumite og geta þjálfarar karatefélaganna komið ábendingum til Ingólfs Snorrasonar, ingolfursnorra@gmail.com, fram að fundinum. Þátttaka á mótinu er háð því að pláss verði fyrir keppendur í sínum þyngdarflokkum, en Ísland fær 4 sæti í hverjum þyngdarflokki. Skipað verður í lið fyrir liðakeppni í kumite þegar nær dregur verkefninu.

About María Helga Guðmundsdóttir