banner

Ísland með 10 gull á Smáþjóðamótinu í karate

Keppendur Ísland við opnunarhátíðina.

Sjötta smáþjóðamót Evr­ópu í kara­te fór fram um helg­ina í Laug­ar­dals­höll. Auk Íslands sendu sex aðrar þjóðir kepp­end­ur á mótið, sem haldið var í fyrsta sinn á Íslandi. Kepp­end­ur voru frá Íslandi, Kýp­ur, Lúx­em­borg, Möltu, San Marínó, Mónakó og Liechten­stein.

Keppt var í þrem­ur ung­linga­flokk­um í liðakeppni í kata og bar Ísland sig­ur úr být­um í þeim öll­um.

Í hópkata 12-17 ára stúlkna sigraði lið Íslands skipað Odd­nýu Þór­ar­ins­dótt­ur, Ey­dís Magneu Friðriks­dótt­ur og Sunnu Rut Guðlaug­ar­dótt­ur. Annað ís­lenskt lið í sama flokki fékk brons en það var skipað Önnu Hal­inu Koziel, Iðu Ósk Gunn­ars­dótt­ur og Unu Borg Garðars­dótt­ur.

Í hópkata pilta 14-17 ára sigraði lið skipað Tóm­asi Pálm­ari Tóm­as­syni, Tóm­asi Aroni Gísla­syni og Bjarna Hrafn­kels­syni.

Í hópkata 12-13 ára drengja sigraði lið 6 skipað: Nökkva Bene­dikts­syni, Birni Breka Hall­dórs­syni og Fróða Vatt­nes Björns­syni. Ísland fékk einnig brons í þess­um flokki. Það var lið 3: Gunn­ar Har­alds­son, Kjart­an Bjarna­son og Þor­geir Björg­vins­son.

Í hópkata kvenna keppti ís­lenska liðið til úr­slita og náði silfri. Liðið var skipað þeim Svönu Kötlu Þor­steins­dótt­ur, Mó­eyju Maríu Sigþórs­dótt­ur McClure og Freyju Stígs­dótt­ur.

Í liðakeppni í kumite unnu ung­linga­sveit­ir Íslands til fimm bronsverðlauna.

Hápunkt­ur dags­ins var svo úr­slitaviður­eign­in í liðakeppni karla í kumite. Ísland vann sér sæti í úr­slit­un­um með yf­ir­burðasigri á liði Mónakó, þar sem Ólaf­ur Engil­bert Árna­son og Aron Bjarka­son fóru á kost­um. Í úr­slit­un­um keppti Ísland við sveit Kýp­ur.

Fyrstu tvær viður­eign­ir voru hníf­jafn­ar og spenn­andi, Máni Karl Guðmunds­son tryggði Íslandi 2:1 sig­ur og Ólaf­ur tapaði naumt, 1:2. Keppn­in fór því í oddaviður­eign þar sem Ágúst Heiðar Svein­björns­son keppti fyr­ir Íslands hönd.

Ágúst átti jafna viður­eign og Kýpverjinn yfir þegar sekúndur voru eftir. Staðan var 2:3 Kýp­verj­an­um í vil þegar sá steig út af vell­in­um á síðustu sek­úndu bar­dag­ans. Þessi mis­tök tryggðu Íslend­ing­um sig­ur­inn og gullið í liðakeppni karla á heima­velli.

Karlalið Íslands í kumite

Íslensku kepp­end­urn­ir fengu flest verðlaun, þar af 10 gull.

SSEKF Heildarúrslit 2019

Heildarárangur íslendinga:

Gull:
Hugi Halldórsson, Cadet kata male
Samúel Josh Ramos, Cadet kumite male -63 kg
Nökkvi Benediktson, U14 kata male
Anna Halina Koziel, U13 kata female
Victor Anh Duc Le, U13 Kumite male 50+ kg
Jón Snævar Bjarnason, U13 kumite male -50 kg
Male team kumite: Ísland (Ólafur Engilbert Árnason, Máni Karl Guðmundsson, Ágúst Heiðar Sveinbjörnsson, Aron Bjarkason)
Cadet and junior kata team female (Eydís Magnea Friðriksdóttir, Sunna Rut Guðlaugardóttir, Oddný Þórarinsdóttir)
Cadet and junior kata team male (Tómas Aron Gíslanson, Bjarni Hrafnkelsson, Tómas Pálmar Tómasson)
U14 kata team male: Ísland (Nökkvi Benediktsson, Björn Breki Halldórsson, Fróði Vattnes Björnsson)

Silfur:
Svana Katla Þorsteinsdóttir, Senior kata female
Máni Karl Guðmundsson, Male kumite Open
Ágúst Heiðar Sveinbjörnsson, Male kumite 75+ kg
Iveta Chadarova Ivanova, Female kumite -55 kg
Oddný Þórarinsdóttir, Cadet kata female
Hugi Halldórsson, Cadet kumite male 63+ kg
Þorgeir Björgvinsson, U14 kata male
Nökkvi Benediktsson, U14 kumite male -55 kg
Alexander Rósant Hjartarson, U14 kumite male 55+ kg
Una Borg Garðarsdóttir, U13 kata female
Fannar Örn Kristjánsson, U13 kumite male -50 kg
Una Borg Garðarsdóttir, U13 kumite female 42+ kg
Female team kata (Móey María Sigþórsdóttir McClure, Freyja Stígsdóttir, Svana Katla Þorsteinsdóttir)

Brons:
Aron Anh Ky Huynh, Senior kata male
Ólafur Engilbert Árnason, Male kumite Open
Ólafur Engilbert Árnason, Male kumite -75 kg
Aron Bjarkason, Male kunite -67 kg
Iveta Chadarova Ivanova, Female kumite Open
Þórður Jökull Hernýsson, Junior kata male
Freyja Stígsdóttir, Junior kata female
Tómas Aron Gíslason, Junior kumite male -68 kg
Agnar Már Másson, Junior kumite male -61 kg
Daníel Aron Davíðsson, Junior kumite male -61 kg
Eydís Magnea Friðriksdóttir, Cadet kata female
Ágúst Valfells, Cadet kumite male -52 kg
Viktoría Ingólfsdóttir, Cadet kumite 54+ kg
Björn Breki Halldórsson, U14 kata male
María Bergland Traustadóttir, U14 kata female
Ylfa sól Þorsteinsdóttir, U14 kata female
Nenad Knezevic, U14 Kumite male 55+ kg
Karen Thuy Duong Vu, U14 kumite female 42+ kg
Victor Anh Duc Le, U13 kata male
Úlfur Kári Ásgeirsson, U13 kata male
Trixie Hannah Tugot, U13 kata female
Davíð Steinn Einarsson, U13 kumite male -40 kg
Úlfur Kári Ásgeirsson, U13 Kumite male 50+ kg
Fróði Vattnes Björnsson, U13 Kumite male 50+ kg
Silja Dögg Steinarsdóttir, U13 kumite female 42+ kg
Ísabella María Ingólfsdóttir, U13 kumite female 42+ kg
Junior kumite team male: Ísland (Tómas Aron Gíslason, Agnar Már Másson, Daníel Aron Davíðsson)
Cadet and junior kata team female (Una Borg Garðarsdóttir, Iða Gunnarsdóttir, Anna Halina Koziel)
Cadet kumite team female: Ísland (Ronja Halldórsdóttir, Viktoria Ingólfsdóttir, Theodóra Líf Pétursdóttir, Íslold Klara Felixdóttir)
Cadet kumite team male: Ísland (Samúel Týr Sigþórsson McClure, Daníel Karles Randversson, Ágúst Valfells)
U14 kata team male: Ísland (Gunnar Haraldsson, Kjartan Bjarnason, Þorgeir Björgvinsson)
U14 kumite team female: Ísland (María Bergland Traustadóttir, Isabella María Ingólfsdóttir, Karen Thuy Duong Vu)
U14 kumite team female: Ísland (Anna Halina Koziel, Silja Dögg Steinarsdóttir, Una Borg Garðarsdóttir)
U14 Kumite team male: Ísland (Elvar Hrafn Valgeirsson, Fannar Örn Kristjánsson, Nenad Knezevic, Victor Anh Duc Le)

About Reinhard Reinhardsson