banner

Góður árangur á Bansai Cup, Berlín

Ingólfur, Ronja, Theodóra, Viktoría, Ólafur, Máni Karl, Iveta og Aron

Sjö liðsmenn úr landsliði ís­lands í kara­te kepptu í kumite á Banzai Cup í Berlín helgina 5.-6. október. Um 1.300 kepp­end­ur voru á mót­inu og telst mótið nokkuð sterkt B-mót, þar sem bæði landslið og fé­lagslið kepptu.

Ólaf­ur Engil­bert Árna­son gerði sér lítið fyr­ir og sigraði í -75 kg flokkn­um en hann keppti við Van Dill­an Moerkerk, Hollandi, í úr­slit­um eft­ir að hafa sigrað fjóra and­stæðinga.

Aron Bjarka­son sigraði einnig í -60 kg flokki kepp­enda und­ir 21 árs. Aron meidd­ist í úr­slit­un­um og gat því ekki keppt í flokki Seni­or.

Máni Karl Guðmunds­son tryggði sér þriðja sæti í opn­um flokki, en þess má geta að Máni er ein­ung­is 67 kg og þurfti hann því að keppa við stærri og þyngri kepp­end­ur.

Iveta Ivanova náði þriðja sæti í bæði -55 kg undir 21 árs og -55 kg Seni­or, en flokk­arn­ir voru mjög sterk­ir og sigraði Iveta m.a. Önnu Sokk, Eistlandi, en sú er fyrr­ver­andi heims­meist­ari ung­linga.

Ronja Hall­dórs­dótt­ir, Theo­dóra Pét­urs­dótt­ir og Vikt­oría Ing­ólfs­dótt­ir kepptu einnig í ung­linga­flokk­um og áttu efni­lega spretti, þó eng­in væru verðlaun­in hjá þeim í ein­stak­lingskeppn­inni, en þær stöll­ur nældu síðar í bronsverðlaun í liðakeppni ung­linga.

Ingólf­ur Snorra­son, landsliðsþjálf­ari í kumite var með í för.

About Reinhard Reinhardsson