banner

Gull og brons á 8. Sen5 Rhein Shiai

Samuel, Ingólfur og Iveta

Samu­el Josh Ramos og Iveta Ivanova áttu frá­bær­an dag er þau náðu í verðlaun á Opna Rhein Shiai-mót­inu í kara­te í í Nur­burgring-höll­inni á Nur­burgring í Þýskalandi. Iveta náði í gull og Samu­el í brons. Yfir 1.000 kepp­end­ur tóku þátt í mót­inu.

Margt af efni­legra kara­tefólki Evr­ópu mætti á mótið og voru kepp­end­ur dregn­ir í riðla þar sem all­ir kepptu við alla og tvö efstu sæt­in tryggðu sæti í fjög­urra til átta manna úr­slit­um.

Iveta Ivanova sigraði í -55 kg flokki U-21 með glæsi­brag en þar atti hún kappi við kepp­end­ur frá Þýskalandi og Dan­mörku. Sterk­asta stúlka þjóðverja, Jill Auger, var ekki með í þetta sinn vegna meiðsla en hafa þær stöll­ur eldað grátt silf­ur sam­an gegn­um tíðina og sigraði Iveta í síðustu viður­eign þeirra er þær mætt­ust í úr­slit­um á sama móti í fyrra.

Samu­el Josh Ramos átti einnig frá­bær­an dag er hann sigraði í riðli sín­um í -61 kg flokki, U-18, og komst þannig í átta manna úr­slit í flokkn­um. Í undanúr­slit­um var Samu­el óhepp­inn er sig­ur­inn var dæmd­ur af hon­um eft­ir harða snert­ingu við Thom­as Lucas, Þýskalandi, en Samu­el var yfir í viður­eign­inni á þeim tíma og skammt eft­ir. Þriðja sætið var þannig staðreynd.

Hugi Hall­dórs­son átti einnig sterka inn­komu í -70 kg flokki U-16, er hann komst í átta manna úr­slit, og Vikt­oría Ing­ólfs­dótt­ir keppti í -60 kg flokki, U-16, og datt út með einn sig­ur og tvö töp.

Með í för var Ingólfur Snorrason, landsliðaþjálfari í kumite.

About Reinhard Reinhardsson