banner

Upplýsingar til félaga vegna ÍMU og ÍMB í kata 2021.

Bæði mótin fara fram í Smáranum, Kópavogi, laugardaginn 15. og sunnudaginn 16. maí. Vegna sóttvarnaraðgerða stjórnvalda eru áhorfendur ekki leyðir á mótunum. Þeir sem nú þegar eru skráðir í Spordata fá aðgang að keppnissalnum. Veitingasala verður ekki á mótinu. Keppendur og liðsstjórar þurfa því að hafa með sér nesti.

Dráttur í keppnisflokkum verður birtur á Sportdata, föstudaginn 14. maí eftir kl. 20.00.

Steymt verður frá mótunum á Youtube-rás Karatesambandsins.

ÍMU hefst kl. 11.00 á keppni 12 og 13 ára pilta og stúlkna.
Mæting keppenda og liðsstjóra milli 10.00 – 10.30. Keppendur þurfa að skrá kata en mega endartaka hana í næstu umferð.

Keppni í hópkata 12-17 ára hefst um kl. 13.00.
Mæting 14. – 17. ára keppenda er milli 12.00 – 12.30.

Eftir keppni í hópkata verður fyrri veðlaunaafhending sem er áætluð um kl. 14.00. Að henni lokinni mega 12 og 13 ára keppendur yfirgefa húsið.

Keppni í einstaklingsflokkum 14. – 17. ára hefst um kl. 14.30.
Keppendur verða að skrá kata og mega ekki endurtaka hana í næstu umferð.

Seinni verðlaunaafhending er áætluð um kl. 16.30.

Mótslok um kl. 17.00
———————————————————————–
ÍMB hefst kl. 10.00 á keppni 9 ára og yngri pilta og stúlkna.
Mæting keppenda og liðsstjóra milli 9.00 – 9.30. Dæmt verður með flaggakerfi. Ekki þarf að tilkynna kata á ritaraborði. Allir mega keppa með sömu kata allt mótið.

Keppni í hópkata 11 ára og yngri hefst um kl. 11.40.
Mæting 10 – 11 ára keppenda er milli 10.00 – 10.30.

Eftir keppni í hópkata verður fyrri veðlaunaafhending sem er áætluð um kl. 12.30. Að henni lokinni mega 9 ára og yngri keppendur yfirgefa húsið.

Keppni í einstaklingsflokkum 10 og 11 ára hefst um kl. 13.00.
Dæmt verður með flaggakerfi. Allir mega keppa með sömu kata allt mótið.

Seinni verðlaunaafhending er áætluð um kl. 14.30.

Mótslok um kl. 15.00

Almennar sóttvarnir gilda á mótunum. Allir eldri en 15 ára sem ekki er að keppa verða að vera með grímur í keppnissalnum. Spritt verður í boði á staðnum.

About Reinhard Reinhardsson