Nýir dómarar í kata
Karatesambandið stóð fyrir dómaranámskeiði í kata föstudaginn 14.maí 2021.
Helgi Jóhannesson, EKF Referee, sá um námskeiðið þar sem farið var í keppnisreglur WKF útgáfu 2020, auk þess sem farið var yfir nokkur video af kata til að skýra reglur betur út. Í framhaldi af fyrirlestrinum var haldið skriflegt og verklegt próf.
Fín þátttaka var á námskeiðinu, um 16 manns sóttu námskeiðið og af þeim fóru 6 í próf.
Þeir sem endurnýjuðu réttindi sín voru
Aron Bjarkason, Þórshamri, Judge-B
Þau sem fengu ný réttindi voru:
Móey María Sigþórsdóttir McClure, Breiðablik, Judge-A
Aron Anh Ky Huynh, ÍR, Judge-B
Hugi Halldórsson, KFR, Judge-B
Ronja Halldórsdóttir, KFR, Judge-B
Sigríður Hagalín Pétursdóttir, KFR, Judge-B
Karatesambandið vill koma á framfæri þakklæti fyrir góða þátttöku á námskeiðinu.