Nýr landsliðsþjálfari í kata
Stjórn Karatesambandsins skrifaði í dag undir samning við Maríu Helgu Guðmundsdóttur um að taka að sér þjálfun landsliðsins í kata frá og með 1. júní 2021 og út nóvember 2021.
Unglinga og fullorðins landsliðin mun nú verða sameinuð í einn landsliðshóp í kata en úr honum verða valdið keppendur í ákveðin verkefni.
Auk þess gætu komið til minni mót sem undirbúningur fyrir hin stærri.
Á tímabilinu er stefnt á að taka þátt í 4 stórum landsliðsverkefnum, Evrópumóti ungmenna 14-21 árs í Finnlandi, Smáþjóðamóti Evrópu sem verður haldið í Svartfjallalandi, Heimsmeistaramóti fullorðinn í Dubai og loks Norðurlandameistaramót sem fram fer í Stavanger í lok nóvember.
Stjórn og landsliðsnefnd óska Maríu Helgu velfarnaðar í starfi.