banner

Fréttir úr starfi sambandsins

Stjórn Karatesambandsins ákvað á fundi sínum í ágúst að send ekki keppendur á Smáþjóðamótið sem fyrirhugað er dagana 24.-26. september næstkomandi í Svartfjallalandi. Eftir að hafa fylgst með nýrri Covis-19 bylgju í Svartfjallalandi var það samdóma álit stjórnar, landsliðsnefndar og dómaranefndar að ekki væri réttlætanlegt að taka þátt í mótinu þetta árið. Enn er stefnt að því að taka þátt á næsta ári.

Beðið er frétta með endalega ákvörðun um Norðurlandameistarmót í karate sem halda á í Stavanger, Noregi 27. nóvember. Undirbúningsnefnd mótsins mun funda 15. september næstkomandi og ákveða hvort hægt verður að halda mótið. Ef það verður fellt niður, mun skipulagningin næsta móts færast til Litháen um að undirbúa mótið 2023.

Nýr landsliðsþjálfari í kumite, Sadik Aliosman Sadik, verður með æfingabúðir í Fylkisselinu, dagana 10. – 12. september. Fyrstu æfingarnar verða opnar fyrir alla þá sem verða 13 ára á árinu og eldri. Hann fer fram á að félagsþjálfarar fylgi sínum keppendum á fyrstu æfingarnar.
Gerður hefur verið samningur við hann um að stýra kumitelandsiliðinu fram yfir HM í karate 2023.

Íslandsmeistaramótinu og Unglingameistarmótinu í kumite hefur verið frestað um 2 vikur. Munu þau fara fram laugardaginn 23. október í Fylkisselinu.

2. Bikarmót KAÍ 2021 fer fram föstudaginn 24. september í Fylkisselinu kl. 18.00 – 21.00.

2. Grandprix mót KAÍ 2021 fer fram helgina 2.-3. október á Akureyri. Boðið verður upp á rútuferð frá Laugardalshöllinni á laugardagsmorgni fyrir keppendur og liðsstjóra og unnið er í að útvega skólagistingu aðfaranótt sunnudags. Stefnt er að því að keppa í kata á laugardagskvöldi og kumite á sunnudag. Rútuferð að móti loknu aftur til Reykjavíkur. KAÍ mun niðurgreiða að hluta kostnað við rútuferðirnar. Nánari upplýsingar verða sendar út síðar.

Skrifstofa Karatesambandsins hefur verið flutt af 4. hæð í Húsi 4 Íþróttamiðstöðvarinnar á 2. hæð í húsi 1. Mun sambandið deila skrifstofu með Tækvondó-sambandinu og vonum við að það samstarf muni verða farsælt.

About Reinhard Reinhardsson