banner

Karatekona og karatemaður ársins 2021

Stjórn Karatesambands Íslands hefur valið eftirfarandi karatekonu og karatemann ársins 2021

Ronja og Hugi

Karatekona ársins 2021: Ronja Halldórsdóttir, KFR.

Ronja er ung og efnileg karatekona sem hefur verið að keppa bæði innanlands sem erlendis með góðum árangri. Hún keppir í báðum keppnisgreinum karate og var nálægt því að vinna til verðlauna í báðum greinum á Norðurlandameistaramótinu í ár.

Árangur Ronju á árinu:

3. sæti NM í kumite junior kvenna – 59 kg.
Bikarmeistari kvenna 2021
1. sæti á RIG 2021 kumite senior female -61 kg
1. sæti á RIG 2021 kumite junior female +53 kg
1. sæti ÍM kumite senior female -61 kg
2. sæti ÍMU í kata junior female
2. sæti ÍMU kumite female -59 kg
Hún er því verðugur fulltrúi karateíþróttarinnar

Karatemaður ársins 2021: Hugi Halldórsson, KFR.

Hugi er vaxandi karatemaður sem keppir í báðum greinum karate. Hann er að stíga sín fyrstu spor sem junior (16-17 ár) keppandi og hefur náð frábærum árangri bæði innlands sem utan. Einnig hefur hann tekið þátt í fullorðinsmótum innanlands og verið sigursæll á árinu.

Árangur Huga á árinu:

1. sæti á NM í kumite Junior -76 kg
Bikarmeistari karla 2021
1. sæti á RIG 2021 kumite cadet male +63 kg
1. sæti á RIG 2021 kata male cadet
1. sæti ÍM kumite senior male -75 kg
1. sæti ÍMU kumite junior male +68 kg
2. sæti ÍMU í kata junior male
3. sæti ÍM kata senior male

Hann er því verðugur fulltrúi karateíþróttarinnar.

About Reinhard Reinhardsson