banner

RIG22 – Karate open

Keppni í karate á Reykjavíkurleikunum 2022 fer fram sunnudaginn 30. janúar, í Laugardalshöllinni.

Húsið opnar kl. 9.00 og keppni 16 ára og eldri hefst með kata kl. 10.00. Keppt verður á 2 völlum yfir daginn.
Keppni í kumite 16 ára og eldri hefst um kl. 1l.00.
Stefnt er á að keppa “allir á móti öllum” í kumite en í tveimur riðlum í kata þar sem því verður komið við.
Verðlaunaafhending fyrir eldri keppendur fer fram í hádeginu að þeim mótshluta loknum.

Keppni 13-15 ára hefst kl. 13. Yngri keppendur þurfa að vera mættir kl. 12.30. Keppt verður í kata og kumite.
Verðlaunaafhending yngri keppenda fer fram að þeim mótshluta loknum um kl. 16.30

Skráning, viktun og afhending aðgangspassa á RIG22 fer fram í Fylkisselinu kl. 11.00 – 12.00 laugardaginn 29. janúar.
Þeir sem ekki komast þá geta komið í Laugardalshöllina kl. 18.00 – 19.00 sama dag.
Dregið verður í riðla og drátturinn birtur á sportdata.org eftir að skráningu lýkur.

11 erlendir keppendur eru skráðir til leiks á mótinu. 7 frá Svíþjóð og 4 frá Skotlandi.

Í tengslum við mótið verður boðið uppá æfingar í kata og kumite með landsliðsþjálfurum Íslands, þeim Maríu Helgu Guðmundsdóttur og Sadik Sadik.
Æfingarnar eru öllum opnar.

Kata:
27. janúar kl. 19.30 Þórshamar
28. janúar kl. 19.15 Afturelding
29. janúar kl. 11.30 Fylkisselið

Kumite:
28. janúar kl. 19.30 Fylkisselið
29. janúar kl. 10.00 Fylkisselið
29. janúar kl. 13.00 Fylkisselið

Nýjar sóttvarnarerelur leyfa allt að 500 áhorfendur á íþróttaviðburði. Miðasala er á rig.is.

Einnig verður streymt frá mótinu á You-tube rás Karatesambandsins.

Allir starfsmenn, dómarar, liðsstjóra og sjálfboðaliðar verða að vera með grímu á mótinu ef ekki er hægt að halda 1 metra fjarlægð við óskylda einstaklinga.

Tímaáætlun er komin inn á sportdata.org: https://www.sportdata.org/karate/dtm_timetables/5977.html

About Reinhard Reinhardsson