Íslandsmeistaramótið í kata 2022
Íslandsmeistaramótið í kata 2022 fór fram sunnudaginn 20. mars í Íþróttahúsi Hagaskóla og hófst kl. 10.00.
UM 25 keppendur frá 6 karatefélögum og -deildum voru skráðir til leiks auk 7 hópkataliða.
Þórður Jökull Henrysson, Aftureldingau, varð Íslandsmeistari í kata karla í 3ja sinn.
Móey María Sigþórsdóttir McClure, Breiðablik, varð nýr Íslandsmeistari í kata kvenna.
Hópkatalið Karatefélags Reykjavíkur, með þá Huga, Nökkva og Björn Breka innanborðs, urðu Íslandsmeistarar í Hópkata karla.
Hópkatalið Breiðabliks, skipað Móey, Guðbjörgu og Natalíu, varð sigurveigarar í hópkata kvenna.
Sigurveigarar í stigakeppni félagsliða varð Breiðablik með 20 stig.
Mótsstjóri var María Jensen og yfirdómari Helgi Jóhannesson.