Íslandsmeistarmót barna í kata 2022
Íslandsmeistaramótið í kata barna 11 ára og yngri fór fram í Smáranum, Kópavogi, sunnudaginn 3. apríl og hófst kl. 10.00.
Keppt var í kata einstaklinga og í liðakeppni. Um 120 keppendur og 24 lið frá 10 karatefélögum og -deildum voru skráð til leiks.
Stigahæsta liðið eftir keppni dagsins var KFR með 44 stig.
Þar á eftir komu ÍR með 12 stig og KAK með 7 stig.
Yfirdómari var Helgi Jóhannesson og mótsstjóri María Jensen.
Streymt var frá mótinu á Youtube-rás Karatesambandsins.
Íslandsmeistarar unglinga í kata 2022 urðu:
Kata pilta 8 ára og yngri: William Minh Tue Pham, ÍR
Kata stúlkna 8 ára og yngri: Sandra Bohdan, KAK
Kata pilta 9 ára: William Hoang Thien NgUyen, KFR
Kata stúlkna 9 ára: Helen Vhau Bao Nguyen, ÍR
Kata pilta 10 ára: Orri Halldórsson, KFR
Kata stúlkna 10 ára: Ísold Elísa Hlynsdóttir, KDH
Kata pilta 11 ára: Edin Alexander Katrínarson, KFR
Kata stúlkna 11 ára: Kristín María Bjarnadóttir, KFR
Hópkata barna 9 ára og yngri: KFR 2 (Brynja, Embla og William)
Hópkata barna 10 og 11 ára: KFR 1 (Edin, Heiðrún og Orri)