banner

Evrópumót smáþjóða í karate 2022

Evrópumót smáþjóða í karate 2022 verður haldið í Vaduz, höfuðborg Lichtenstein, dagana 22. – 25. september.

12 keppendur fá Íslandi taka þátt í mótinu og keppa í kata og kumite.
Í kata keppa: Adam, Daði, Eydís, Jakub, Móey , Samúel, Tómas, Una og Þórður.
Í kumite keppa: Daði, Davíð, Ísold og Samuel.

Með í ferðinni eru báðir landsliðsþjálfararnir, Sadik Sadik í kumite og Magnús Kr. Eyjólfsson í kata.
Þrír dómarar verða á mótinu frá Íslandi, þeir Helgi Jóhannesson, Kristján Ó. Davíðsson og Pétur Freyr Ragnarsson, en þeir hafa allir réttindi til að dæma á Smáþjóðamótinu.

Reinharð Reinharðsson, formaður KAí er með í för sem fulltrú Íslands í Framkvæmdaráði Smáþjóðasambandsins og fararstjóri er María Jensen, gjaldkeri KAÍ.

Átta af níu þjóðum sem eru í sambandi Smáþjóða Evrópu eiga fulltrúa á mótinu. 229 keppendur eru skráðir á mótið og keppa margir í nokkrum flokkum. Heildarfjöldi skráninga er 388.

Næsta Smáþjóðamót verður síðan haldið í Luxembourg í september 2023.

About Reinhard Reinhardsson