ÍM í kumite og ÍMU í kumite 2022 og opnar kumiteæfingar
Íslandsmeistarmótið í kumite fullorðinna fer fram laugardaginn 8. október næstkomandi í Fylkisselinu, Norðlingaholti, frá kl. 10.00 – 12.00.
Keppt verður í einstaklingsflokkum karla og kvenna og þyngdarflokkum og opnum flokki.
9 keppendur frá 4 karatefélögum og -deildum taka þátt í mótinu.
Íslandsmeistarmótið í kumite unglinga fer fram sama dag og sama stað en hefst kl. 13.00.
32 keppendur frá 8 karatefélögum og -deildum taka þátt í mótinu. Áætlað er að úrslit hefjist um kl. 15.00
Streymt verður frá mótunum á Youtube-rás Karatesambandsins.
Landsliðsþjálfarinn í kumite, Sadik Sadik, verður með opnar æfingar fyrir og eftir mótin þar sem efnilegir keppendur geta mætt og reynt að komast í landsliðshópinn í kumite.
Opnar æfingar verða föstudaginn 7. okt. í Fylkisselinu kl. 18.00 – 19.30 og sunnudaginn 9. okt. kl.10.30 – 12.00 og 13.30 – 16.00.