banner

Evrópumót Ungmenna í karate

Evrópumót ungmenna í karate var haldið í Larnaca, Kýpur 2.-5. febrúar. 7 íslendingar kepptu á mótinu. Þórður, Eydís og Una í kata og Davíð, Karen, Hannes og Samuel í kumite. Þórður, Eydís, Una og Davíð kepptu fyrsta daginn en Karen, Hannes og Samuel á föstudeginum. Bestum árangri náði Davíð Steinn Einarsson en hann náði 9. sæti í sínum flokki af 37 keppendum.

Reinharð, Sadik, Davíð, Hannes, Samuel, Þórður, Eydís, Una, Karen og Magnús

Með í ferðinni voru Sadik Sadik og Magnús Kr. Eyjólfsson landsliðsþjálfara auk Reinharðs, formanns KAÍ, sem var jafnframt fararstjóri.

About Reinhard Reinhardsson