banner

Samuel með brons á Copenhagen Open

Copenhagen Open fór fram helgina 24.-26. febrúar. Einn landsliðsmaður tók þátt í mótinu og keppti hann í þremur kumite flokkum á mótnu.
Samuel Josh Ramos náði í brons í U21 male kumite -67kg. Hann keppti einnig í kumite senior -67kg og kumite senior opinn flokkur.

Í fyrst viðureign mætti hann Dananum Oskar Jakobsen og sigraði hann 8-0. Í þeirri næstu keppti hann við Nematollah Noori frá Svíþjóð en tapaði 0-4. Svíinn vann sig upp í úrslit svo Sammi fékk uppreisnarglímur.

Í þeirri fyrstu keppti hann við Finnan Leevi Saario og vann hann 4-3. Þá var komið að viðureign um brons verðlaun við Danann Mathias Bech Linaa og fóru leikar svo að Sammi vinna 4-0 og bronsið hans.

Ekki gekk jafn vel í hinum flokkunum en dýrmæt reynsla náðist í safnið.

Með í ferðinni var landsliðþjálfarinn í kumite, Sadik Sadik.

Sadik og Samuel

Á verðlaunapalli

Á verðlaunapalli

About Reinhard Reinhardsson