Heimsmeistaramótið í karate 2023
Heimsmeistaramótið í karate 2023 fer fram í Búdapest, Ungverjalandi dagana 22. – 29. október.
1132 keppendur frá 112 löndum eru skráðir til keppni á mótinu.
Ísland sendir 3 keppendur að þessu sinni.
Eydís Magnea Friðriksdóttir sem keppir í kata kvenna.
Samuel Josh Ramos sem keppir í kumite karla -67kg flokki.
Þórður Jökull Henrysson sem keppir í kata karla.
Magnús, Þórður, Eydís, Samuel og Sadik
Auk þeirra eru með í ferðinni landsliðsþjálfararnir, í kata, Magnús Kr. Eyjólfsson og í kumite, Sadik Sadik.
Þá er formaður KAÍ, Reinharð Reinharðsson, með í ferðinni en hann tekur þátt í Heimsþingi Alþjóða karatesambandsins sem haldið er í upphafi mótsins.