banner

Evrópumeistaramót ungmenna í karate

Evrópumeistarmót ungmenna 14-20 ár fer fram í Tbilisi, Georgiu dagana 8.-11. febrúar.

Tveir keppendur frá Íslandi taka þátt í mótinu, þau Samuel Josh Ramos, U21 male kumite -67 kg og Karen Thuy Duong Vu, Junior female kumite -48 kg.
Bæði keppa þau laugardaginn 10. febrúar, Karen um morguninn og Samuel eftir hádegi.

Með í ferðinni er landsliðsþjálfarinn í kumite, Sadik Sadik og Reinharð Reinharðsson, formaður Karatesambandsins.

Í byrjun mótsins

Karen keppti fyrst við keppanda frá Litháen. Viðureignin fór 0-0 en þeirri lithásku var dæmdur sigur á dómaraúrskurði.

Samuel keppti eftir hádegi við keppanda frá Norður-Makedóníu og vinn hann 4-0. Í næstu umferð mætti hann keppanda frá Azerbaijan en tapaði fyrir honum 4-9 eftir að hafa haldið í við hann fyrri hluta bardagans.

Sadik, Karen og Samuel í lok mótsins

About Reinhard Reinhardsson