banner

Íslandsmeistaramót í kata og kumite fullorðinna

Íslandsmeistaramót í kata og kumite fullorðinna fer fram sunnudaginn 17. mars í Íþróttahúsinu Austurbergi.

Keppt verður í kata fyrir hádegi. Keppni hefst kl. 10.00 og er stefnt að úrslitum um kl. 12.30.
34 keppendur frá 7 karatefélögum og -deildum eru skráðir til keppni.
Keppt verður í einstaklingsflokkum og liðakeppni.

Keppni í kumite hefst um kl. 13.30.
14 keppendur frá 4 karatefélögum eru skráðir til keppni.
Áætluð mótslok eru um kl. 15.30

Streymt verður frá mótunum á Youtube-rás Karatesambandsins.

About Reinhard Reinhardsson