banner

Evrópumeistaramót fullorðinna í karate

Evrópumeistarmót fullorðinn í karate fór fram dagana 7. – 12. maí í Zadar, Króatíu.

Tveir keppendur frá Íslandi tóku þátt í mótinu, þau Una Borg Garðarsdóttir í kata kvenna og Þórður Jökull Henrysson í kata karla.

Una Borg gerði kata Kururnfa í fyrstu viðureign gegn tékkneska keppandann Veronika Miskova sem einnig gerði kata Kurunfa en hún fór með sigur að hólmi.
Hún vann nýkjörin norðurlandameistara frá Finnlandi í næstu umferð en tapaði síðan fyrir keppanda frá Ítaliu.
Þar með var útséð um að Una fengi að keppa uppreisnarglímur.

Þórður Jökull gerði kata Ohan Dai í fyrstu umferð gegn Ungverjann Botond Nagy sem gerði kata Anan en tapaði fyrir honum.
Ungverjinn keppti því næst við Vladimir Mijac frá Svartfjallalandi en tapaði og því var úrséð með uppreisnarglímur hjá Þórði.

Með í ferðinni var landsliðsþjálfarinn í kata, Magnús Kr. Eyjólfsson og Reinharð Reinharðsson, formaður KAÍ, sem sótti þing Evrópska Karatesambandsins sem var haldið daginn fyrir mótið.

Þórður og Una að keppni lokinni

About Reinhard Reinhardsson