WKF Series A Salzburg, Austurríki
WKF Series A Salzburg fór fram dagana 13. – 15. september í Austurríki.
Tveir keppendur frá Íslandi tóku þátt í mótinu, Þórður Jökull Henrysson í kata karla og Samuel Josh Romos í kumite karla -67 kg flokki.
Þórður keppti á fimmtudeginum við Adam Stelcl frá Slóvakíu í fyrstu umferð en tapaði með 36.80 stigum gegn 37.80 stigum Slóvakans.
Slóvakinn tapaði síðan næstu umferð.
Samuel keppti á föstudeginum í fyrsta bardaga við Joby Wilson frá Englandi og vann hann 3-2. Í næstu umferð vann hann Ítalann Gueye N. Diawar 5-2.
Í þriðju umferð mætti hann Þjóðverjanum Florent Marina en tapaði fyrir honum 1-5. Þjóðverjinn datt síðan út í næstu viðureign eftir tap fyrir keppanda frá Kazakhstan.
Með í ferðinni voru landsliðsþjálfararnir Magnús Kr. Eyjólfsson í kata og Ruslan Sadikov í kumite.