4. GrandPrix mót KAÍ 2024
4. GrandPrix mót KAÍ 2024 fór fram laugardaginn 30. nóvember í Íþróttahúsinu Varmá, Mosfelssbæ.
Mótið hófst kl. 9.00 með keppni í kata og síðan kl.12.20 hófst keppni í kumite.
Um 80 keppendur voru skáðir til keppni frá 11 Karatefélögum og -deildum.
Yfirdómari á mótinu var Pétur Freyr Ragnarsson og Mótsstjóri Sif Ólafsdóttir.
Streymt var frá mótinu á YouTube-rás Karatesambands Íslands.