Opin landsliðsæfing í kata
Opin landsliðsæfing í kata verður haldin fimmtudaginn 15. janúar kl. 18.00 – 19.30 í Þórshamri, Brautarholti 22.
Vilhjálmur S. Vilhjálmsson, landsliðsþjálfari í kata, stjórnar æfingunni.
Allir 12 ára og eldri sem vilja reyna að komast í landsliðið í kata eru velkomnir á æfinguna.



