banner

Íslensku keppendurnir hafa lokið keppni á Opna Hollenska

KAI_2015_Dutch Open_teamÍsland átti þrjá keppendur á Opna Hollenska meistaramótinu sem fer fram í Almera, Hollandi, um helgina.  Mótið er hluti af heimsbikarröð WKF (alþjóða karatesambandsins) en yfir 600 keppendur frá 51 landi mættu til leiks.  Í gær, laugardag,  kepptu Kristín Magnúsdóttir í kata kvenna og Elías Guðni Guðnason í kumite -75 kg. Í dag keppti svo Telma Rut Frímannsdóttir í kumite -68kg flokki.

Kristín mætti hinni sænsku Lina Waglund í fyrstu umferð sem fór 4-1 fyrir Linu, Lina vann einnig næstu 3 viðureignir en tapaði svo í undanúrslitum. Þar með átti Kristín ekki möguleika á uppreisn og tækifæri til að keppa um 3ja sætið. Elías Guðni mætti Carlos Lima frá Guatemala í fyrstu umferð sem endaði með 8-0 sigri Carlos. Carlos vann einnig næstu 2 viðureignir en tapaði svo í 16 manna úrslitum og Elías því úr leik

Telma Rut mætti mjög sterkum keppanda frá Póllandi í fyrstu umferð, Kamila Warda, sem er í 7.sæti á heimslista WKF í þessum flokki. Var þetta mjög skemmtilegri viðureign þar sem Warda var komin 6-0 yfir en Telma náði tveimur góðum Ura Mawashi geri að henni og jafnaði í 6-6, þar af seinna sparkið á síðustu sekúndum bardagans. Þar sem jafnt var eftir venjulegan keppnistíma, var gripið til dómaraúrskurðar þar sem allir 5 dómararnir velja sigurvegara, sú pólska vann á dómaraúrskurði 4-1 og fór því áfram í 2.umferð.  Kamila vann næstu 2 viðureignir en tapaði í  undanúrslitum sem þýðir að Telma fékk ekki möguleika á uppreisn og lauk þar með keppni sinni.

KAI_2015_Dutch Open_TelmaKAI_2015_Dutch Open_Kristin

KAI_2015_Dutch Open_Elias

About Helgi Jóhannesson